Kona í stuttermabol með kolkrabba á stendur fyrir framan viðarvegg.

Hver er Aníka Rós


Ég er forvitin, skemmtileg kona sem ólst upp í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Með ástríðu fyrir gönguferðum í náttúrunni og götulist. Ég ólst upp við að dreyma stóra drauma, án þess að vita hvort þeir myndu einhvern tímann rætast. Núna er minn tími kominn. Núna verður krafturinn notaður til að breyta draumum í veruleika.


Hvað hef ég gert


Ég byrjaði minn vinnuferil ung, bar út blöð, passaði börn og vann í fiski, allt gert til að fá smá vasapening. 17 ára fór ég sem Au-pair til LA. Þegar heim var komið þá flutti ég í borgina. Ég hef unnið hin ýmsu störf og tekið að mér fjölbreytt verkefni. Allt frá því að þrífa skemmtistaði með námi yfir í að sjá um rekstur fyrirtækja fyrir aðra og þaðan yfir í að stofna og reka mín eigin fyrirtæki.


Menntun mín


Ég er með BA gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MS meistaragráðu í Stjórnun og hönnun þjónustu frá Háskóla Íslands.


Hvað er mitt markmið


Er að hjálpa konum í rekstri að byggja upp fyrirtæki sem gengur vel, er í takt við þær sjálfar og styður það líf sem þær vilja lifa.
Fyrirtæki sem gefur frelsi, flæði og gleði, bæði í vinnunni og í daglegu lífi.